Hanna Birna sendir strákunum kveðju

Arnór Atlason sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag.
Arnór Atlason sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tók við embætti borgarstjóra Reykjavík í gær, hefur sent íslenska handboltalandsliðinu kveðju og sendir þeir baráttukveðjur fyrir leikinn á sunnudag. 

Kveðjan er svona:

Strákarnir okkar!

Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Beijing.

Við sendum ykkur baráttukveðjur fyrir leikinn á sunnudaginn kemur og hlökkum til að fagna ykkur við heimkomuna.

Kveðja

Borgarstjórinn í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka