IHF vísar kæru Suður Kóreu frá

Úr leik Noregs og Rúmeníu í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.
Úr leik Noregs og Rúmeníu í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Reuters

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur vísað frá kæru Suður Kóreumanna vegna sigurmarks Noregs í undanúrslitaleiknum við Suður Kóreu í gær í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. IHF segir enga ástæðu til að fjalla um málið þar sem sigurmarkið var skorað áður en leiktíminn rann út. Suður Kóreumenn eru á annarri skoðun.

Suður Kórea jafnaði leikinn við Noreg, 28:28, þegar sex sekúndur voru eftir. Norska liðið rauk strax í sókn og Gro Hammerseng skoraði sigurmarkið, 29:28, með langskoti í þann mund sem leiktíminn rann út. Dómarar og eftirlitsmaður voru aldrei í vafa um að markið væri gott og gilt og markið því látið standa. Við það vildu forráðamenn liðs Suður Kóreu ekki una en ekki verður semsagt hlustað á mótmæli þeirra í herbúðum IHF.

Norðmenn leika við Rússa til úrslita á morgun og Suður Kórea mætir Ungverjalandi í leik um þriðja sætið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert