Ingimundur: „Þetta er æðislegt“

Ingimundur Ingimundarson í baráttunni í leik gegn Þjóðverjum.
Ingimundur Ingimundarson í baráttunni í leik gegn Þjóðverjum. Reuters

„Það er erfitt að tala núna og ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja,“  sagði Ingimundur Ingimundarson varnarmaðurinn sterki í liði Íslands eftir 36:30-sigur liðsins gegn Spánverjum í undanúrslitum ólympíuleikana.

„Þetta er æðislegt, en hungrið er ekkert farið. Við höfum alltaf talað um ákveðin lit á verðlaunapeningnum og hann er ekki kominn ennþá. Við eigum alveg möguleika gegn Frökkum eins og öllum hinum liðunum,“  sagði Ingmundur en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

„Við fögnum þessum í nokkra klukkutíma en síðan veit ég að Gummi þjálfari og hans aðstoðarmenn (Guðmundur Guðmundsson) verða klárir með eitthvað prógramm fyrir okkur strax í fyrramálið.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert