Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur staðfest að hún hafi til skoðunnar hvort kínverska fimleikakonan, He Kexin, sé of ung til þess að mega keppa á Ólympíuleikunum. Reynist svo vera verður hún svipt gullverðlaunum sem hún hefur unnið sér inn á Ólympíuleikunum og gæti átt yfir höfði sér keppnisbann auk þess sem kínverska fimleikasambandið gæti fengið á baukinn.
Kexin hefur skilríki þess efnis að hún sé orðin 16 ára gömul en ýmislegt þykir benda til þess að hún sé tveimur árum yngri. Sé hún 14 ára mátti hún ekki taka þátt í Ólympíuleikunum en reglum þeirra var breytt fyrir 12 árum þannig að keppendur í fimleikum kvenna mega ekki vera yngri en 16 ára.
Það sem renndi fyrstu stoðinni undir rannsókn IOC var grein í kínversku blaði frá síðasta ári þar sem sagt er frá hinni efnilegu fimleikastúlku, He Kexin. Þar er hún sögð 13 ára gömul. Síðan þá hefur hún tæplega elst nema um eitt ár. Málið er lítið mjög alvarlegum augum, að sögn talsmanns IOC.