Ísland hefur sett handboltakeppnina í Peking á annan endann

Arnór Atlason og Sverre Jakobsson með íslenska fánann í Peking.
Arnór Atlason og Sverre Jakobsson með íslenska fánann í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Ástralska fréttastofan Fox fjallaði nú fyrir stundu um leik Íslands og Spánar á fréttavef sínum og sagði, að Íslendingar hefðu brotið Spán á bak aftur. Segir Fox, að Íslendingar hafi sett handboltakeppnina á annan endann með því að leggja alla helstu risa íþróttarinnar enda dyggilega studdir af kínverskum áhorfendum.

Á fréttavef Fox segir, að Íslendingar hafi komið Spánverjum í opna skjöldu í byrjun og komist í 5:0. Þeir höfðu tveggja marka forskot í hálfleik og héldu því fyrstu mínútur síðari hálfsleiksins.

„Þungavigtarmaðurinn Sigfús Sigurðsson, sem vegur 114 kg, jók síðan forskotið í fjögur mörk þegar 40 mínútur voru búnar þegar hann kastaði mikilfenglegum skrokk sínum inn í vítateiginn og klessti boltanum í spænska netið.

Þegar hér var komið voru hlutlausu áhorfendurnir frá stærstu þjóð heims búnir að fylkja sér á bak við liðið, sem er fulltrúi einnar minnstu þjóðar heims, og hrópin Ísland jia yuu (áfram Ísland) kváðu við í íþróttahöllinni," segir á vef Fox.

Fréttavefur Fox

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert