Íslendingar í úrslitaleikinn

Ólafur Stefánsson í baráttu við Demetrio Lozano leikmann Spánar.
Ólafur Stefánsson í baráttu við Demetrio Lozano leikmann Spánar. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslendingar spila um gullverðlaun í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking en þeir unnu Spánverja, 36:30, í undanúrslitum í dag. Íslenska liðið mætir Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudag kl. 7.45.  Fylgst var með viðureign Íslendinga og Spánverja í beinni textalýsingu hér að neðan.

Íslenska landsliðið lék hreint frábærlega í þessum leik og hafði greinilega andlega yfirburði yfir það spænska að þessu sinni. Byrjunin, 5:0, gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þrátt fyrir að spænska liði næði að minnka muninn eða jafnvel að jafna metin, þá bætti íslenska liðið alltaf í og náði forskoti á nýjan leik. Í hálfleik munaði tveimur mörkum, 17:15.

Í síðari hálfleik réði íslenska liðið lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Varnarleikurinn var frábær og markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar var einnig eins og best var á kosið.  Það var alveg sama hvað spænska liðið gerði til þess  að snúa sér í hag, ekkert heppnaðist og einbeitt íslenska landslið var ævinlega skrefi á undan. Spænska liðið játaði sig sigrað þegar nærri tvær mínútur eftir.

Sigurgleði íslensku strákanna var ósvikin í leikslok. Þeir sýndu enn einn stórleikinn þegar mest á reyndi. Þeir sáust þó margir felld tár þegar slaknaði á spenninunni.

Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson skoruðu sjö mörk hvor, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Alexander Petersson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu allan leikinn og varði 18 skot. 

Arnór Atlason sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag.
Arnór Atlason sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti
Íslenskir áhorfendur í Peking á leik Íslands og Spánar.
Íslenskir áhorfendur í Peking á leik Íslands og Spánar. mbl.is/Brynjar Gauti
Ísland ÓL 2008 36:30 Spánn ÓL2008 opna loka
60. mín. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka