Rússar leika um 5. sætið

Kasper Nielsen skorar fyrir Dani gegn Króötum fyrr á ÓL.
Kasper Nielsen skorar fyrir Dani gegn Króötum fyrr á ÓL. Reuters

Rúss­ar leika um 5. sætið í hand­knatt­leikskeppni karla á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing. Það varð ljóst í morg­un þegar þeir unnu Dani, 28:27, eft­ir að hafa verið þrem­ur mörk­um yfir í hálfleik, 17:14. Rúss­ar mæta Pól­verj­um, sem lögðu Suður Kór­eu, 29:26. Rúss­ar skoruðu þrjú síðustu mörk­in í leikn­um við Dani sem voru með tveggja marka for­skot þegar tvær mín­út­ur voru eft­ir af leiktím­an­um.

Dan­ir spila þar með um 7. sætið við Suður-Kór­eu aðfaranótt næsta sunnu­dags að ís­lensk­um tíma.

Rúss­ar höfðu frum­kvæðið fram­an af leik við Dani en Evr­ópu­meist­ar­arn­ir sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og tókst að kom­ast yfir þegar um tíu mín­út­ur voru eft­ir. Þegar tvær mín­út­ur voru eft­ir höfðu Dan­ir tveggja marka for­skot, 27:25, en Rúss­arn­ir sýndu mikla seiglu á lokakafl­an­um og skoruðu þrjú síðustu mörk­in.

Lars Christian­sen skoraði 8 mörk fyr­ir Dani og var marka­hæst­ur. Næstu hon­um við marka­skor­un voru þeir Jesper Nöddes­bo og Kasper Sønd­ergård með sex mörk hvor.   Tim­ur Bibirov skoraði mest fyr­ir Rússa, átta mörk.

Ef marka má um­fjöll­un danskra fjöl­miðla virt­ist danska liðið lít­inn áhuga hafa á leikn­um. Haft er eft­ir Ulrik Wil­bek, þjálf­ara, að nokkr­ir leik­mann­anna hafi ekki verið and­lega und­ir­bún­ir und­ir þenn­an leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert