Allir helstu norrænu netfréttamiðlarnir hafa fjallað um sigur Íslands á Spánverjum í dag og þykir greinilega talsvert til koma. Á vef danska handboltasambandsins segir, að Ólafur Stefánsson, sem sé einn mesti handboltasnillingur sögunnar, hafi leitt íslenska liðið í úrslitaleik ólympíuleikanna og sýnt sköpunarkraft sem ekki sé þessa heims.
„Við getum aðeins hneigt okkur og þakkað fyrir frábæra handboltaupplifun," segir á vefnum.
Danskir fjölmiðlar benda margir á, að Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikmaður handboltakeppninnar í Peking, sé leikmaður danska liðsins GOG. Politiken nefnir einnig Ólaf Stefánsson, sem það segir hafa verið í fremstu röð leikmanna í heiminum í heilan mannsaldur.
Sænska blaðið Expressen segir, að Íslendingar hafi verið mun betri en Spánverjar í dag. Haft er eftir Magnus Grahn, handboltasérfræðingi Sænska sjónvarpsins, að Íslendingar séu stálmenn og sannir víkingar. Þeir eigi alveg möguleika gegn Frökkum, sem séu þó sennilega með besta liðið í keppninni.
Í mörgum miðlunum er þess getið, að Íslendingar hafi aðeins unnið þrenn verðlaun á ólympíuleikum til þessa og eru verðlaunahafarnir oftast nefndir til sögunnar, þau Vilhjálmur Einarsson, Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir.
Danska handknattleikssambandið
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |