„Sköpunarkraftur af öðrum heimi"

Ólafur Stefánsson, sem hér brýst framhjá Ruben Garabaya, er einn …
Ólafur Stefánsson, sem hér brýst framhjá Ruben Garabaya, er einn besti handboltamaður sögunnar að mati Dana. AP

All­ir helstu nor­rænu net­fréttamiðlarn­ir hafa fjallað um sig­ur Íslands á Spán­verj­um í dag og þykir greini­lega tals­vert til koma. Á vef danska hand­bolta­sam­bands­ins seg­ir, að Ólaf­ur Stef­áns­son, sem sé einn mesti hand­boltasnill­ing­ur sög­unn­ar, hafi leitt ís­lenska liðið í úr­slita­leik ólymp­íu­leik­anna og sýnt sköp­un­ar­kraft sem ekki sé þessa heims.

„Við get­um aðeins hneigt okk­ur og þakkað fyr­ir frá­bæra hand­bolta­upp­lif­un," seg­ir á vefn­um.

Dansk­ir fjöl­miðlar benda marg­ir á, að Snorri Steinn Guðjóns­son, marka­hæsti leikmaður hand­bolta­keppn­inn­ar í Pek­ing, sé leikmaður danska liðsins GOG. Politiken nefn­ir einnig Ólaf Stef­áns­son, sem það seg­ir hafa verið í fremstu röð leik­manna í heim­in­um í heil­an manns­ald­ur.

Sænska blaðið Expressen seg­ir, að Íslend­ing­ar hafi verið mun betri en Spán­verj­ar í dag. Haft er eft­ir Magn­us Gra­hn, hand­bolta­sér­fræðingi Sænska sjón­varps­ins, að Íslend­ing­ar séu stálmenn og sann­ir vík­ing­ar. Þeir eigi al­veg mögu­leika gegn Frökk­um, sem séu þó senni­lega með besta liðið í keppn­inni.

Í mörg­um miðlun­um er þess getið, að Íslend­ing­ar hafi aðeins unnið þrenn verðlaun á ólymp­íu­leik­um til þessa og eru verðlauna­haf­arn­ir oft­ast nefnd­ir til sög­unn­ar, þau Vil­hjálm­ur Ein­ars­son, Bjarni Friðriks­son og Vala Flosa­dótt­ir. 

Politiken

Danska hand­knatt­leiks­sam­bandið

Dagens Nyheter

Aft­on­bla­det

Expressen

NRK

Porta­len í Fær­eyj­um

Íslenskir áhorfendur í Peking á leik Íslands og Spánar.
Íslensk­ir áhorf­end­ur í Pek­ing á leik Íslands og Spán­ar. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert