Þriðja gullið hjá Bolt

Usain Bolt vann sitt þriðja Ólympíugull þegar boðhlaupssveit Jamaíka vann …
Usain Bolt vann sitt þriðja Ólympíugull þegar boðhlaupssveit Jamaíka vann gullið í 4x100 metra hlaupi og setti jafnframt heimsmet. Reuters

Jamaík­amaður­inn Usain Bolt fer heim af Ólymp­íu­leik­un­um með þrenn gull­verðlaun. Hann var í boðhlaups­sveit Jamaíka sem vann gullið í 4x100 metra hlaupi og hljóp á tím­an­um 37,10 sek­únd­um sem er jafn­framt nýtt heims­met.

Nesta Cart­er hljóp fyrsta sprett Jamaíka-liðsins og Michael Fra­ter tók við af hon­um. Usain Bolt hljóp svo þriðji og Asafa Powell tók enda­sprett­inn. Var sveit Jamaíka tæpri sek­úndu á und­an næstu sveit, Tríni­dad og Tóbagó. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert