„Ísland tekur Frakkar á bólið"

Guðjón Valur Sigurðsson fagnar sigri á Spánverjum.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar sigri á Spánverjum. mbl.is/Brynjar Gauti

Hand­bolti hef­ur sjald­an eða aldrei fengið jafn­mikla um­fjöll­un í heim­spress­unni og nú síðustu daga og það er Íslend­ing­um að þakka. Ekki er annað að merkja en að all­ir - nema auðvitað Frakk­ar - von­ist eft­ir því að Íslend­ing­um tak­ist að tryggja sér ólymp­íug­ullið í úr­slita­leikn­um í Pek­ing á morg­un.

Nokkr­ir af stærstu banda­rísku fjöl­miðlun­um, þar á meðal ABC, New York Times, Washingt­on Post, USA Today og Nati­onal Pu­blic Radio, hafa fjallað um ís­lenska hand­bolta­landsliðið síðustu daga og samt er hand­bolti nán­ast óþekkt íþrótt þar í landi. Bresk­ir fjöl­miðlar, þar á meðal BBC, hafa einnig gert ár­angri Íslend­inga góð skil og ekki er held­ur hægt að segja að hand­bolti sé þjóðaríþrótt þar í landi.

Nor­ræn­ir fjöl­miðlar fjölluðu nán­ast all­ir um sig­ur Íslands á Spán­verj­um og í dag hef­ur um­fjöll­un­in haldið áfram. Sem dæmi um hana má nefna að blaðamaður norska rík­is­út­varps­ins seg­ir, að eft­ir gull­verðlaun norska kvenna­landsliðsins í hand­bolta í dag sé kannski hægt að leyfa sér að vona að Ísland leiki það eft­ir á morg­un.

Og Christel Behrmann, íþrótta­rit­stjóri sænska vefjar­ins Skånska.se, blogg­ar í dag frá Pek­ing og seg­ir að Norður­landa­bú­ar þar séu aðallega með hug­ann við hand­bolt­ann nú. „Ísland gegn Frökk­um í úr­slit­um, hugsið ykk­ur ef Íslend­ing­arn­ir vinna, þá verður það fyrsta ís­lenska ólymp­íug­ullið."

Danska blaðið Politiken spyr les­end­ur sína í dag hvort þeir telji að Íslend­ing­ar hafi það sem þurfi til að vinna Frakka. Svör­in eru al­mennt já­kvæð og þessi les­andi er að minnsta kosti ekki í vafa:

„Ísland tek­ur frakk­ar á bólið og vinn­ur dyst­in í morg­in! Haldið á, Ísland!" Und­ir þetta skrif­ar Mal­an Matras Joen­sen í Þórs­höfn í Fær­eyj­um.

Leik­ur­inn við Frakka hefst klukk­an 7:45 í fyrra­málið og hon­um verður lýst í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert