Íslendingar lýsa upp handboltann

Íslenskir áhorfendur í Peking á leik Íslands og Spánar.
Íslenskir áhorfendur í Peking á leik Íslands og Spánar. mbl.is/Brynjar Gauti

Claude Onesta, þjálfari Frakka sem mæta Íslendingum í úrslitaleik handknattleikskeppninnar á Ólympíuleikunum í Peking í fyrramálið, segir að Íslendingar séu með í sínum röðum leikmenn sem lýsi upp handknattleiksíþróttina.

„Við eigum mög erfitt verkefni fyrir höndum og verðum að hafa gát á okkur. Íslendingar hafa mikinn meðbyr með sér og allir halda með þeim. Þeir eru með leikmenn sem lýsa upp handboltann og það er ekki hægt að líta á þetta íslenska lið sem minni máttar. Lið sem kemst alla leið í úrslitaleik getur ekki annað en verið öflugt og hæfileikaríkt," sagði Onesta við franska íþróttadagblaðið L'Equipe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert