Norðmenn ólympíumeistarar í handbolta kvenna

Fyrsta handboltagulli Norðmanna fagnað.
Fyrsta handboltagulli Norðmanna fagnað. AP

Norðmenn, með ís­lenska aðstoðarþjálf­ar­ann Þóri Her­geirs­son á bekkn­um, unnu yf­ir­burðasig­ur á Rúss­um, 34:27. í úr­slita­leik hand­bolta­keppni kvenna á ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing. Er þetta fyrsta ólymp­íug­ull Norðmanna í hand­bolta. Norsku stúlk­urn­ar höfðu mikla yf­ir­burði í leikn­um og náðu á tíma­bili í fyrri hálfleik 10 marka for­skoti. Mun­ur­inn  í hálfleik var 5 mörk.

„Þetta er ólýs­an­legt. Ég skelf," sagði  Gro Hammer­seng, einn leik­manna liðsins við Af­ten­posten eft­ir leik­inn.

„Þetta var frá­bært. Við lék­um ótrú­lega vel," sagði  Katr­ine Lunde Har­ald­sen, markvörður, við norska rík­is­út­varpið. 

Há­kon krón­prins Norðmanna fylgd­ist með leikn­um og sagði við norska fjöl­miðla á eft­ir, að brotið hefði verið blað í norskri íþrótta­sögu. Hann nefndi sér­stak­lega Ma­rit Brei­vik, landsliðsþjálf­ara, sem hef­ur þjálfað norska landsliðið frá ár­inu 1994 og stýrt því í 406 leikj­um og 17 stór­mót­um. Á þessu tíma­bili hef­ur liðið unnið 12 alþjóðleg verðlaun. Þórir hef­ur verið aðstoðarmaður Brei­vik und­an­far­in 8 ár.

Else-Mart­he Sørlie Lybekk var marka­hæst hjá Norðmönn­um með sjö mörk en Jir­ina Bliznova skoraði sex mörk fyr­ir Rússa.

Norski hópurinn með verðlaun sín.
Norski hóp­ur­inn með verðlaun sín. AP
Norska liðið fagnar ólympíugullinu.
Norska liðið fagn­ar ólymp­íug­ull­inu. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert