Norðmenn ólympíumeistarar í handbolta kvenna

Fyrsta handboltagulli Norðmanna fagnað.
Fyrsta handboltagulli Norðmanna fagnað. AP

Norðmenn, með íslenska aðstoðarþjálfarann Þóri Hergeirsson á bekknum, unnu yfirburðasigur á Rússum, 34:27. í úrslitaleik handboltakeppni kvenna á ólympíuleikunum í Peking. Er þetta fyrsta ólympíugull Norðmanna í handbolta. Norsku stúlkurnar höfðu mikla yfirburði í leiknum og náðu á tímabili í fyrri hálfleik 10 marka forskoti. Munurinn  í hálfleik var 5 mörk.

„Þetta er ólýsanlegt. Ég skelf," sagði  Gro Hammerseng, einn leikmanna liðsins við Aftenposten eftir leikinn.

„Þetta var frábært. Við lékum ótrúlega vel," sagði  Katrine Lunde Haraldsen, markvörður, við norska ríkisútvarpið. 

Hákon krónprins Norðmanna fylgdist með leiknum og sagði við norska fjölmiðla á eftir, að brotið hefði verið blað í norskri íþróttasögu. Hann nefndi sérstaklega Marit Breivik, landsliðsþjálfara, sem hefur þjálfað norska landsliðið frá árinu 1994 og stýrt því í 406 leikjum og 17 stórmótum. Á þessu tímabili hefur liðið unnið 12 alþjóðleg verðlaun. Þórir hefur verið aðstoðarmaður Breivik undanfarin 8 ár.

Else-Marthe Sørlie Lybekk var markahæst hjá Norðmönnum með sjö mörk en Jirina Bliznova skoraði sex mörk fyrir Rússa.

Norski hópurinn með verðlaun sín.
Norski hópurinn með verðlaun sín. AP
Norska liðið fagnar ólympíugullinu.
Norska liðið fagnar ólympíugullinu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka