Verið var í kvöld að setja upp stórt sýningartjald fyrir áhorfendur, sem hyggjast mæta að íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda í Reykjavík í fyrramálið að horfa á landsleik Íslendinga og Frakka á ólympíuleikunum í Kína.
Starfsfólk Nýherja, sem leggur til risatjaldið, hefur unnið að því í kvöld að setja upp skjáinn. Hann er 5 metrar á hæð og 7 metrar á breidd. Þá verður notaður risastór skjávarpi til þess að varpa leiknum á skjáinn.
Ennfremur er unnið að því að setja upp hljóðkerfi sem dreifist jafnt um allan salinn, eða fyrir allt að því 2500 manns.