Fer Ferguson fyrir bresku knattspyrnuliði 2012?

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði að áformað væri að breskt knattspyrnulið keppi á ólympíuleikunum árið 2012 í Lundúnum. Brown sagði í umræðuþætti BBC, að hann vilji að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, verði þjálfari liðsins.

„Ég hef rætt við hann um þetta," sagði Brown. „Ég held að það þurfi að samþykkja það formlega en hann hefur ekki hafnað þessu."

Almennt er búist við að hann hætti sem knattspyrnustjóri United eftir næsta keppnistímabil.

Bretar sendu ekki knattspyrnulið til Peking vegna þess að knattspyrnusamböndin fjögur á Bretlandseyjum náðu ekki um það samstöðu. Brown segist hins vegar vilja sameinað breskt lið keppi í Lundúnum. Það hefur ekki verið gert síðan 1960.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert