Fundum ekki lausnir í sókninni

Nikola Karabatic fagnar marki í leik Íslands og Frakklands. Sverre …
Nikola Karabatic fagnar marki í leik Íslands og Frakklands. Sverre Jakobsson er ekki eins glaður. AP

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari íslenska handboltaliðsins, sagði við Sjónvarpið eftir leikinn, að íslenska liðið hefði ekki fundið lausnir í sóknarleiknum. Þá hefði vantað neistann í varnarleikinn. Þá hefði franski markvörðurinn verið Íslendingum erfiður.

Við höfum lagt þvílíkan neista og þvílíkan kraft í að komast í leikinn og kannski eyddum við allri orkunni á móti Spánverjunum," sagði Óskar Bjarni. 

Óskar Bjarni sagði, að allir gætu verið stoltir af árangrinum. „Það var  óhugnanleg samstaða í hópnum og okkur langaði gríðarlega í gullið. En því miður fór þetta svona."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka