Íslendingar tóku við silfurverðlaunum fyrir handbolta á ólympíuleikunum í Peking. Íslensku landsliðsmennirnir voru glaðir í bragði þegar þeir tóku við verðlaununum þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum um gullið fyrir Frökkum. Spánverjar enduðu í þriðja sæti.
Þetta er í annað skipti, sem Íslendingar fá silfurverðlaun á ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur fyrir þrístökk árið 1956.
Hópur Íslendinga hvatti íslenska liðið áfram í Peking.
mbl.is/Brynjar Gauti
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru valdir í úrvalslið handboltakeppninnar í Peking.
mbl.is/Brynjar Gauti
Logi Geirsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Sverre Jakobsson bregða á leik eftir að hafa fengið verðlaunin afhent.
AP
Frönsku ólympíumeistararnir í handbolta með verðlaun sín.
AP
Íslensku leikmennirnir hoppuðu þegar nafn Íslands var nefnt við verðlaunaafhendinguna.
AP
Alexander Petersson reynir að skora framhjá Thierry Omeyer, markverði Frakka, sem var Íslendingum erfiður í leiknum.
AP
Frakkarnir tolleruðu Jackson Richardson, sem um árabil var besti leikmaður Frakka en er nú í hópi aðstoðarþjálfara.
AP