Kína var rétt val

Flugeldasýning við lokaathöfn leikanna.
Flugeldasýning við lokaathöfn leikanna. AP

Það að leyfa Kína að halda sumarólympíuleikana var rétt ákvörðun og áhrifa hennar verður vart á öðrum sviðum en íþróttum, sagði alþjóðlega ólympíunefndin í morgun. Hún mun ekki leysa öll vandamál heimsins eða flýta fyrir pólitískum breytingum.

„Leiðin hefur verið löng frá því að við ákváðum í júlí 2001 að fara með ólympíuleikana til Kína en það leikur enginn vafi á að sú ákvörðun var rétt,” segir forseti nefndarinnar, Jacques Rogge, á lokadegi leikanna.

Þrátt fyrir mikið lof vegna skipulags, íþróttaaðstöðu og frammistöðu þáttakenda hefur nefndin verið mikið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist í því hlutverki sínu að fá Kína til að uppfylla gefin loforð um mannréttindi og fjölmiðlafrelsi.

„Við erum fyrst og fremst stofnun helguð íþróttum en það eru íþróttir með tilgang“ sagði Rogge. „Alþjóðalega ólympíunefndin og ólympíuleikarnir geta ekki þvingað fram breytingar í sjálfstæðum löndum eða leyst vandamál heimsins. En við getum hins vegar, og það er raunin, stuðlað að jákvæðum breytingum gegnum íþóttir.“

Hann sagði að ólympíuleikarnir hefðu beint kastljósi heimsins að Kína í fyrsta sinn en í landinu býr fimmtungur mannkyns.

„Heimurinn hefur fræðst um Kína og Kína hefur fræðst um heiminn og ég trúi því að þetta muni hafa jákvæð áhrif þegar fram líður.“

Hann sagði að London myndi eiga erfitt með að feta í fótspor Peking en leikarnir verða haldnir þar árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka