Voru afar stoltir

Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok.
Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok. AP

Nor­ræn­ir fjöl­miðlar fylgd­ust vel með úr­slita­leik Íslands og Frakk­lands í morg­un og það mátti greina á um­fjöll­un þeirra að þeir væru álíka von­svikn­ir og Íslend­ing­ar með úr­slit­in. Þeir eru hins veg­ar sam­mála um að Frakk­ar hafi átt sig­ur­inn skil­inn.

Sænska sjón­varps­stöðin TV4 seg­ir hef­ur raun­ar eft­ir Marcus Dunér, frétta­manni sín­um, sem fylgd­ist með leikn­um í Smáralind, að áhorf­end­ur þar haf fagnað í leiks­lok þrátt fyr­ir úr­slit­in. „Þeir voru afar stolt­ir," seg­ir hann.  

Sum­ir sænsk­ir fjöl­miðlar bentu á, að ef Íslend­ing­ar hefðu sigrað Frakka hefðu þeir farið upp fyr­ir Svía í verðlaun­um á leik­un­um í Pek­ing en Sví­ar unnu eng­in gull­verðlaun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert