Ísland framar en Jamaíka

Ekkert gull en stórkostlegt samt.
Ekkert gull en stórkostlegt samt. mbl.is/Brynjar Gauti

Hefðu strákarnir okkar í handboltalandsliðinu unnið gullið gegn Frökkum hefði Ísland fengið flest gullverðlaun miðað við mannfjölda. Ísland hefði meira að segja skyggt á stórkostlegan árangur íþróttamanna frá Jamaíka.

Eitt gull á 304 þúsund íbúa hefði verið betri árangur en Jamaíka; sex gull á 2,8 milljónir íbúa. Á hinn bóginn eru silfurverðlaunin langt í frá slæm útkoma enda allmargar þjóðir sem þátt tóku á leikunum í Peking sem engin verðlaun hlutu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert