Enginn efi er á að árangur kínverskra íþróttamanna á nýafstöðum Ólympíuleikum var stórkostlegur. Kostnaðurinn var hins vegar ærinn.
Eina móðirin í Ólympíuliði Kína, gullverðlaunahafinn Xiang Dongmei, fékk ekki að sjá átján mánaða gamalt barn sitt í heilt ár fyrir leikana. Annar gullverðlaunahafi, Cao Lei úr lyftingaliði Kína, var í svo stífum æfingabúðum að henni var aldrei tjáð að móðir hennar lægi fyrir dauðanum. Missti hún meira að segja af jarðarförinni.
Stórblöðin Los Angeles Times og New York Times telja upp fleiri slík dæmi sem sýna betur en margt annað að ekki er allt gull sem glóir svo mjög þegar upp er staðið.
Kína vann til 51 gullverðlauna á mótinu öllu.