Frábær viðsnúningur Bandaríkjanna

Abby Wambach skorar hér fyrir Bandaríkin.
Abby Wambach skorar hér fyrir Bandaríkin. AFP

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 4:2 sigur á Frakklandi í G-riðli á Ólympíuleikunum í London í dag þrátt fyrir að hafa lent 2:0 undir á fyrsta korterinu.

Gaëtane Thiney og Marie-Laure Delie komu Frakklandi yfir en Abby Wambach og Alex Morgan jöfnuðu metin fyrir hálfleik. Carli Lloyd og Morgan gerðu svo út um leikinn í seinni hálfleiknum.

Í F-riðli unnu heimsmeistarar Japans 2:1 sigur á Kanada þar sem Nahomi Kawasumi og Aya Miyama skoruðu fyrir Japan en Melissa Tancredi minnkaði muninn í seinni hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert