Notuðu óvart fána Suður-Kóreu

Stuðningsmenn Norður-Kóreu eru hér á Hampden Park, með réttan fána!
Stuðningsmenn Norður-Kóreu eru hér á Hampden Park, með réttan fána! AFP

Fresta þurfti leik Norður-Kór­eu og Kól­umb­íu í knatt­spyrnu kvenna á Ólymp­íu­leik­un­um á Hamp­d­en Park í kvöld um 40 mín­út­ur vegna þess að fáni Suður-Kór­eu var notaður í stað Norður-Kór­eu á vell­in­um.

Þetta létu leik­menn norður-kór­eska liðsins ekki bjóða sér og tafðist leik­ur­inn á meðan að verið var að skipta um fána, bæði fyr­ir fram­an göng­in sem leik­menn ganga í gegn­um út á völl­inn og einnig á skján­um sem sýn­ir stöðu leiks­ins.

Þessi vand­ræðal­egu mis­tök urðu á fyrsta keppn­is­degi Ólymp­íu­leik­ana sem verða form­lega sett­ir á föstu­dag og standa fram til 12. ág­úst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert