Notuðu óvart fána Suður-Kóreu

Stuðningsmenn Norður-Kóreu eru hér á Hampden Park, með réttan fána!
Stuðningsmenn Norður-Kóreu eru hér á Hampden Park, með réttan fána! AFP

Fresta þurfti leik Norður-Kóreu og Kólumbíu í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum á Hampden Park í kvöld um 40 mínútur vegna þess að fáni Suður-Kóreu var notaður í stað Norður-Kóreu á vellinum.

Þetta létu leikmenn norður-kóreska liðsins ekki bjóða sér og tafðist leikurinn á meðan að verið var að skipta um fána, bæði fyrir framan göngin sem leikmenn ganga í gegnum út á völlinn og einnig á skjánum sem sýnir stöðu leiksins.

Þessi vandræðalegu mistök urðu á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikana sem verða formlega settir á föstudag og standa fram til 12. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert