Útilokuð frá ÓL vegna háðsyrða á Twitter

Voula Papachristou tekur ekki þátt í þrístökki á Ólympíuleikunum eftir …
Voula Papachristou tekur ekki þátt í þrístökki á Ólympíuleikunum eftir að hafa orðið hált á Twitter svellinu. AFP

Gríska ólymp­íu­nefnd­in hef­ur ákveðið að meina þrístökkvar­an­um Voula Papachristou að taka þátt í Ólymp­íu­leik­un­um eft­ir að hún hædd­ist að fólki frá Afr­íku á Twitter-síðu sinni fyr­ir skömmu.

Þetta var ákveðið í dag og sit­ur því Papachristou eft­ir með sárt ennið heima í Aþenu. Gríska ólymp­íu­nefnd­in ákvað að taka hart á mál­inu og senda þar með skýr skila­boð til íþrótta­manna sinna um að halda sig inn­an siðferðismarka þegar kem­ur að skila­boðum og sam­skipt­um á sam­fé­lags­miðlum.

Papachristou­er, sem hef­ur beðist af­sök­un­ar á gönu­hlaupi sínu á Twitter, er að von­um von­svik­in yfir ákvörðun grísku ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar. Hún vís­ar því al­farið á bug að vera hald­in kynþátta­for­dóm­um þrátt fyr­ir um­mæli sín á Twitter sem hún seg­ist skamm­ast sín fyr­ir. Um leið biður hún fjöl­skyldu sína, vini, þjálf­ara og liðsmenn gríska keppn­isliðsins af­sök­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert