Forsetinn í ólympíuþorpinu

Ólafur Ragnar Grímsson heilsar Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu í Ólympíuþorpinu.
Ólafur Ragnar Grímsson heilsar Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu í Ólympíuþorpinu. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heilsaði nú undir kvöld upp á íslensku keppendurna í ólympíuþorpinu í London en þangað eru nú komnir flestir Íslendinganna sem taka þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast formlega annað kvöld.

Ragna Ingólfsdóttir, sem heilsar forsetanum á meðfylgjandi mynd, keppir á mánudag og þriðjudag en það verður sundfólkið Anton Sveinn McKee, Sarah Blake Bateman og Jakob Jóhann Sveinsson og skyttan Ásgeir Sigurgeirsson sem keppa fyrst Íslendinganna á laugardagsmorguninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert