Ólafur Ragnar: Einstæð reynsla í Peking

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti íslensku keppendurna og fylgdarlið þeirra í ólympíuþorpið í London í gærkvöldi. Var hann þá jafnframt viðstaddur móttökuathöfn fyrir Íslendinga í þorpinu ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. 

Ólafur ræddi við mbl.is fyrir utan ólympíuþorpið að heimsókninni lokinni. 

„Við Dorrit munum byrja á laugardaginn að fylgjast með sundinu og svo ætlum við að horfa á fyrsta leik handboltaliðsins. Síðan þurfum við að fara til Íslands af alkunnum ástæðum því ég þarf að taka við embættinu á ný eftir helgina. En við vonumst til þess að geta komið hingað á síðustu dögum leikanna, kannski jafnvel svona síðustu fimm til sex dögunum,“ sagði Ólafur meðal annars í samtali við mbl.is. 

Ólafur rifjaði einnig upp góðar minningar frá Peking fyrir fjórum árum og sagði það hafa verið einstæða reynslu að fylgjast með því þegar handboltalandsliðið sigraði hvert landið á fætur öðru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert