Íþróttamennirnir koma nú inn á ólympíuleikvanginn í London. Gríska liðið gekk fyrst inn að vanda samkvæmt hefð. Um 10.600 keppendur frá 205 löndum taka þátt í ár. Í fyrsta sinn eru konur í liðum allra keppnislanda.
Keppendur koma svo inn í stafrófsröð landa sinna. Síðastir í röðinni verða gestgjafarnir, Bretar.
Fánaberar hvers lands vekja yfirleitt eftirtekt en sá sem fær þann heiður er oft sigursælasti keppandi viðkomandi lands.
27 íslenskir keppendur taka þátt í Ólympíuleikunum í London.