Íslandsmet komið í hús í London

Sarah Blake Bateman í metsundinu í London í dag.
Sarah Blake Bateman í metsundinu í London í dag. mbl.is/Golli

Sarah Blake Bateman úr Ægi setti rétt í þessu Íslandsmet í 100 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í London. 

Sarah sló eigið met frá því í apríl um nokkur sekúndubrot. Hún synti vegalengdina í ólympíulauginni á 59,87 sekúndum en Íslandsmet hennar frá því á Íslandsmeistaramótinu í apríl var 59,93 sekúndur.

Sarah hafnaði í 32. sæti af 42 keppendum. 

Sarah var í öðrum riðli í undanrásunum og hafnaði þar í fjórða sæti, sekúndubroti á eftir þriðja sætinu. Alls er keppt í sex riðlum í undanrásunum í þessari grein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert