Ísland vann afar sannfærandi sigur á Túnis, 32:22, í öðrum leik sínum í riðlakeppninni í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í London í dag og er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Íslenska liðið lék hreint frábærlega í fyrri hálfleik og gerði þá nánast út um leikinn. Liðið komst í 11:3 og staðan var síðan 19:8 í hálfleik. Áfram dró í sundur með liðunum framan af seinni hálfleik og Ísland komst í 24:9. Eftir það slakaði liðið á seinni hluta leiksins, Túnis minnkaði muninn í sjö mörk undir lokin en Ísland jók hann í 10 mörk á ný áður en yfir lauk.
Þriðji leikur Íslands er gegn Svíþjóð á fimmtudagskvöldið klukkan 20.15 en Svíar mæta Bretum í dag og Frakkland leikur við Argentínu.
Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander Petersson 5, Ólafur Stefánsson 3, Ingimundur Ingimundarson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Arnór Atlason 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot (42 prósent) og Hreiðar Levý Guðmundsson 6 skot (35 prósent).
Mörk Túnis: Amine Bannour 10, Issam Tej 3, Heykel Megannem 3, Oussama Boughanmi 2, Wissem Hmam 2, Jaleleddine Touati 1, Kamel Alouini 1.
Marouen Maggaiz varði 8 skot (26 prósent) og Wassim Helal 1 (10 prósent).
Ísland | 32:22 | Túnis | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark Innsiglar sigurinn úr hraðaupphlaupi á síðustu sekúndunni | ||||
Augnablik — sæki gögn... |