Risalærin vekja heimsathygli

André Greipel og Robert Förstemann bera saman lærin sín.
André Greipel og Robert Förstemann bera saman lærin sín. Ljósmynd/twitter.com

Robert Förstemann er 26 ára afar frambærilegur hjólreiðakappi en hann hefur vakið heimsathygli á Ólympíuleikunum í London fyrir lærin sín, sem eru óhemju hrikaleg.

Margir furða sig á að Förstemann, sem er þýskur, skuli hreinlega geta notað hjólið sitt því lærin eru svo óeðlilega stór eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Myndin var tekin af þeim Förstemann og André Greipel, landa hans, sem hefur getið sér orð fyrir að vera með afar stór læri. Eins og sjá má blikna þau í samanburði við Förstemann.

Þýski blaðamaðurinn Thomas Bachmann segir að lærin séu vissulega óeðlileg. Þegar læri annarra geti ekki stækkað meira virðist þau geta stækkað endalaust hjá Förstemann.

„Ummál læranna er 73 sentímetrar. Það er meira en mittið á konunni hans. Núna er hann heimsfrægur en enginn þekkir andlitið hans, bara lærin,“ sagði Bachmann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert