Vésteinn spáir Ásdísi velgengni

Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson mætti til London í gær og mbl.is fékk að trufla hann áður en alvaran tekur við hjá honum og hans fólki. Vésteinn er á sínum áttundu Ólympíuleikum og er með fjóra keppendur á sínum snærum frá þremur löndum.

Vésteinn segist hafa náð mun betri árangri sem þjálfari en keppandi, en hann komst í úrslit í kringlukasti á leikunum í Barcelona árið 1992, enda fékk skjólstæðingur hans, Gerd Kanter, gullverðlaun í kringlukasti fyrir fjórum árum.

Mbl.is spurði Vésteinn í gær út í möguleika íslensku kastaranna, Óðins Björns Þorsteinssonar kúluvarpara og Ásdísar Hjálmsdóttur spjótkastara. Vésteinn spáði því að Ásdís kæmist í úrslit á leikunum.

„Ásdís fer í úrslit. Hennar tími er kominn. Ég er pottþéttur á því að hún fer í úrslit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert