Björgvin: Geggjaður sigur

Björgvin Páll ver síðasta skot leiksins frá Narcisse og innsiglar …
Björgvin Páll ver síðasta skot leiksins frá Narcisse og innsiglar sigur Íslands. mbl.is/Golli

„Miðað við videóstúderingar þá hefði ég átt að fara í hitt hornið en ég var ekki að spá að hann myndi skjóta. Þetta var í rauninni bara viðbragðið hjá mér því þetta var erfitt færi sem hann skaut úr og kannski ekki rétt ákvörðun hjá honum. Þá er bara að vera klár og nýta tækifærið.

Það býðst ekki á hverjum degi að vinna Frakka og auðvitað sleppum við ekki því tækifæri með einhverju bullmarki utan af kanti,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem innsiglaði sigur Íslands á Frakklandi 30:29 með því að verja síðasta skot leiksins.

Frakkar komu á óvart í síðustu sókn sinni þegar stórskyttan Daniel Narcisse skaut hægra megin fyrir utan þó rétthentur sé en það þykir ekki sérstaklega góð latína í handboltanum. 

Björgvin var himinlifandi með sigurinn þegar mbl.is ræddi við hann. „Þetta er hörkulið og við getum ekki tekið hann af okkur með því að segja að þetta sé ómerkilegur sigur. Þetta er geggjaður sigur og geggjuð stig. Auðvitað hjálpar þetta fyrir framhaldið og eykur sjálfstraustið hjá okkur. Við spiluðum frábærlega í þessum leik frá a-ö en við glímum við sama vandamál og áður og það er að við fáum of margar brottvísanir. Það orsakast kannski bara af því hvað við erum ákveðnir í vörninni og liðin verða hræddari fyrir vikið. Það var skemmtilegt fyrir mig að fá tækifæri til að innsigla sigurinn við þessar aðstæður þar sem er full höll og góð stemning,“ sagði Björgvin Páll ennfremur við mbl.is en hann varði meðal annars tvö vítaköst í leiknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert