Sjöstrand lokaði markinu gegn Argentínu

Sjöstrand skellti í lás í dag.
Sjöstrand skellti í lás í dag. AFP

Svíþjóð vann 16 marka sigur, 29:13, á Argentínu í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag og náði þar með Frakklandi og Íslandi að stigum á toppi riðilsins. Liðin þrjú eru með 6 stig en Frakkland og Ísland mætast á eftir.

Nicklas Ekberg skoraði níu mörk fyrir Svía en hornamaðurinn Jonas Larholm skoraði fimm. Johan Sjöstrand stóð vaktina í markinu. Hann varði 21 skot og var með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Fyrr í dag vann Túnis sigur á Bretlandi en klukkan 18.30 mætast Frakkland og Ísland.

Í B-riðlinum vann Serbía sigur á Suður-Kóreu, 28:22, en Suður-Kóreumenn hafa tapað öllum sínum leikjum á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert