Unnu Frakka og vinna riðilinn

Ísland hef­ur tryggt sér sig­ur í A-riðli hand­knatt­leikskeppni karla á Ólymp­íu­leik­un­um í London eft­ir glæsi­leg­an sig­ur á heims- og Ólymp­íu­meist­ur­um Frakka, 30:29, í kvöld.

Ísland er með 8 stig en Sví­ar og Frakk­ar eru með 6 stig hvort. Þó Ísland myndi tapa fyr­ir Bretlandi í lokaum­ferðinni á mánu­dag, vinn­ur liðið alltaf riðil­inn á jafnri stiga­tölu og annaðhvort Sví­ar og Frakk­ar, vegna inn­byrðis úr­slit­anna. En Ísland tap­ar ekki fyr­ir Bret­um, það er hrein­lega ekki fræðileg­ur mögu­leiki á því!

Þetta þýðir að Ísland mæt­ir liðinu í fjórða sæti B-riðils sem verður nær ör­ugg­lega annaðhvort Ung­verja­land eða Serbía. Þó er ekki úti­lokað að það verði Spán­verj­ar. Átta liða úr­slit­in fara fram á miðviku­dag­inn.

Þessi leik­ur fer í sögu­bæk­urn­ar sem einn sá besti hjá ís­lensku liði á stór­móti. Íslenska liðið komst í 14:9 í fyrri hálfleik, Frakk­ar jöfnuðu en Ísland náði for­ystu aft­ur fyr­ir hlé, 16:15.

Seinni hálfleik­ur var síðan í járn­um all­an tím­ann. Frakk­ar virt­ust vera að síga framúr, staðan var orðin 23:25, en Ísland svaraði með þrem­ur mörk­um í röð og inn­byrti sig­ur­inn með mögnuðum lokakafla. Al­ex­and­er Peters­son kom Íslandi í 30:28 þegar hann stal bolt­an­um af Ni­kola Kara­batic, rúm­lega mín­útu fyr­ir leiks­lok, og það mark gerði í raun út um leik­inn. Frakk­ar gátu jafnað í síðustu sókn­inni en Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði frá Daniel Narcis­se á síðustu sek­úndu og þar með var sig­ur­inn í höfn.

Mörk Íslands: Al­ex­and­er Peters­son 6, Ró­bert Gunn­ars­son 5, Aron Pálm­ars­son 5, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 4, Ólaf­ur Stef­áns­son 4, Arn­ór Atla­son 3, Snorri Steinn Guðjóns­son 1, Kári Kristján Kristjáns­son 1, Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son 1.

Mörk Frakka: Jér­ome Fern­and­ez 9, Cé­dric Sor­haindo 4, Samu­el Hon­ru­bia 4, Ni­kola Kara­baric 4, Luc Abalo 3, Michaël Guigou 2, Daniel Narcis­se 2, Bertrand Gille 1.

Lið Íslands: Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Hreiðar Levý Guðmunds­son - Vign­ir Svavars­son, Kári Kristján Kristjáns­son, Aron Pálm­ars­son, Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son, Ásgeir Örn Hall­gríms­son, Arn­ór Atla­son, Guðjón Val­ur Sig­urðsson, Snorri Steinn Guðjóns­son, Ólaf­ur Stef­áns­son, Al­ex­and­er Peters­son, Sver­re Jak­obs­son, Ró­bert Gunn­ars­son.

Lið Frakk­lands: Thierry Omeyer, Daouda Kara­boué - Jér­ome Fern­and­ez, Didier Din­art, Xa­vier Barachet, Guillaume Gille, Bertrand Gille, Daniel Narcis­se, Guillaume Joli, Samu­el Hon­ru­bia, Ni­kola Kara­batic, Luc Abalo, Cé­dric Sor­haindo, Michaël Guigou.

Ísland 30:29 Frakk­land opna loka
Alexander Petersson - 6
Róbert Gunnarsson - 5
Aron Pálmarsson - 5
Guðjón Valur Sigurðsson - 4
Ólafur Stefánsson - 4 / 1
Arnór Atlason - 3
Kári Kristján Kristjánsson - 1
Snorri Steinn Guðjónsson - 1
Ingimundur Ingimundarson - 1
Mörk 9 / 1 - Jérome Fernandez
4 - Samuel Honrubia
4 - Nikola Karabatic
4 - Cédric Sorhaindo
3 - Luc Abalo
2 / 2 - Michaël Guigou
2 - Daniel Narcisse
1 - Bertrand Gille
Björgvin Páll Gústavsson - 10
Aron Pálmarsson - 2
Ísland - 1
Varin skot 7 - Thierry Omeyer

14 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
STÓRGLÆSILEGUR SIGUR - ÍSLAND VINNUR RIÐILINN!!!!!
60 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Stórkostlegt!!!!!
60 Ísland (Ísland ) varði skot
Frakkar 6 gegn 5 í sókn, markmannslausir
60 Alexander Petersson (Ísland ) fékk 2 mínútur
7 sekúndur eftir
60 Frakkland tekur leikhlé
19 sekúndur, Frakkar með boltann, manni færri!!
60 Jérome Fernandez (Frakkland ) fékk 2 mínútur
Réðst á Róbert og hrinti honum!!
60 Ísland tapar boltanum
59 30 : 29 - Michaël Guigou (Frakkland ) skorar úr víti
59 Nikola Karabatic (Frakkland ) fiskar víti
58 30 : 28 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi
58 29 : 28 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir að Ólafur komst inní sendingu af miklu harðfylgi.
58 Ísland tapar boltanum
Ruðningur
57 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Frá Karabatic úr dauðafæri. Frábær markvarsla, með blátánni.
56 28 : 28 - Arnór Atlason (Ísland ) skoraði mark
Gífurleg seigla!!! Braust í gegn, erfitt skot
55 27 : 28 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
Brýst í gegn
54 Sverre Jakobsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
54 Ísland tapar boltanum
54 27 : 27 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
Uppstillt eftir aukakast
52 27 : 26 - Ólafur Stefánsson (Ísland ) skorar úr víti
52 Róbert Gunnarsson (Ísland ) fiskar víti
Eftir sendingu Arons
52 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Úr hraðaupphlaupi frá Abalo
51 Ísland tapar boltanum
51 Frakkland tapar boltanum
Alexander nær í ruðning á Karabatic en liggur eftir.
51 Ísland tapar boltanum
50 26 : 26 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
Þrumufleygur fyrir utan
50 Sverre Jakobsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
50 26 : 25 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Flott gegnumbrot
49 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
48 25 : 25 - Ólafur Stefánsson (Ísland ) skoraði mark
Langskot, vel gert
48 Luc Abalo (Frakkland ) skýtur framhjá
47 24 : 25 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Úr hægra horninu. Vel opnað og sending Ólafs
47 Ísland tekur leikhlé
Guðmundur klókur, tekur leikhlé um leið og Ísland er komið með 6 menn gegn 4.
46 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ) brennir af víti
Omeyer varði frá Snorra
46 Cédric Sorhaindo (Frakkland ) fékk 2 mínútur
Braut á Alexander í dauðafæri
46 Alexander Petersson (Ísland ) fiskar víti
Náði frákastinu
46 Aron Pálmarsson (Ísland ) varði skot
46 Didier Dinart (Frakkland ) fékk 2 mínútur
Hrinti Alexander
45 23 : 25 - Cédric Sorhaindo (Frakkland ) skoraði mark
af línunni
45 Ólafur Stefánsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
Missti boltann og braut síðan á Karabatic
44 23 : 24 - Nikola Karabatic (Frakkland ) skoraði mark
44 Ísland tapar boltanum
Slæm sending Arons
43 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Karabatic úr dauðafæri!!
43 23 : 23 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Vörnin opnuð og Guðjón inn úr horninu
42 22 : 23 - Samuel Honrubia (Frakkland ) skoraði mark
Úr horninu vinstra megin
41 22 : 22 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland ) skoraði mark
frábær línusending Ólafs
40 21 : 22 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
39 21 : 21 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup, sending Ólafs
39 Frakkland tapar boltanum
Ruðningur
39 Aron Pálmarsson (Ísland ) skýtur framhjá
39 20 : 21 - Luc Abalo (Frakkland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup
38 Ísland tapar boltanum
38 Frakkland tapar boltanum
37 20 : 20 - Luc Abalo (Frakkland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup
37 Ísland tapar boltanum
37 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
Frá Guðjóni Val í innkast og Ísland heldur boltanum
37 20 : 19 - Nikola Karabatic (Frakkland ) skoraði mark
fyrir utan
36 20 : 18 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
skot fyrir utan
35 19 : 18 - Nikola Karabatic (Frakkland ) skoraði mark
Seiglumark fyrir utan
35 19 : 17 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Glæsilegt langskot
34 18 : 17 - Samuel Honrubia (Frakkland ) skoraði mark
34 18 : 16 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup, glæsisending Björgvins á Ingimund og hann áfram
34 Nikola Karabatic (Frakkland ) skýtur framhjá
34 Nikola Karabatic (Frakkland ) skýtur framhjá
33 17 : 16 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
línusending Arons
33 16 : 16 - Cédric Sorhaindo (Frakkland ) skoraði mark
af línunni
32 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
frá Ólafi.
31 Jérome Fernandez (Frakkland ) brennir af víti
Björgvin ver vítið!!
31 Samuel Honrubia (Frakkland ) fiskar víti
31 Leikur hafinn
Frakkar byrja með boltann og eru manni fleiri fyrstu 35 sekúndurnar.
30 Textalýsing
Góðum fyrri hálfleik lokið. Íslenska liðið hefur sjaldan spilað jafnvel gegn Frökkum í seinni tíð. Varnarleikurinn var góður lengst af í fyrri hálfleik og Frakkar töpuðu boltanum hvað eftir annað. Eftir 24 mínútur stóð 14:9 en Frakkar náðu sínum besta kafla í lokin og jöfnuðu áður en glæsilegt mark Ólafs færði Íslandi verðskuldaða forystu á ný.
30 Hálfleikur
30 16 : 15 - Ólafur Stefánsson (Ísland ) skoraði mark
Glæsilegt langskot Ólafs og kominn hálfleikur. Snilldar uppsetning og sending Snorra.
30 Ísland tekur leikhlé
Guðmundur tekur leikhlé. Níu sekúndur eftir, Ísland með boltann og manni færri. Byrja seinni hálfleik manni færri, og Frakkar byrja þá með boltann. Mikilvægt að skora núna!
30 15 : 15 - Cédric Sorhaindo (Frakkland ) skoraði mark
30 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
frá Guðjóni Val
29 15 : 14 - Michaël Guigou (Frakkland ) skorar úr víti
29 Frakkland EM (Frakkland ) fiskar víti
29 Alexander Petersson (Ísland ) fékk 2 mínútur
29 Ísland tapar boltanum
Slæm sending Arons
29 15 : 13 - Cédric Sorhaindo (Frakkland ) skoraði mark
Af línunni
28 15 : 12 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ) skoraði mark
Harðfylgi, gegnumbrot hægra megin
28 14 : 12 - Samuel Honrubia (Frakkland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup
27 Ísland tapar boltanum
27 Frakkland tapar boltanum
26 Ólafur Stefánsson (Ísland ) skýtur framhjá
Í vörnina
26 14 : 11 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skorar úr víti
26 Arnór Atlason (Ísland ) fékk 2 mínútur
26 Nikola Karabatic (Frakkland ) fiskar víti
26 Ísland tapar boltanum
Hraðaupphlaupið mistókst
25 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Frá Karabatic
25 Arnór Atlason (Ísland ) skýtur framhjá
Aþrengdur...
25 14 : 10 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
24 14 : 9 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Gómaði boltann á magnaðan hátt eftir stangarskotið og skoraði!
24 Arnór Atlason (Ísland ) á skot í stöng
23 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Frá Karabatic sem náði frákastinu eftir vítið!!
23 Guillaume Joli (Frakkland ) brennir af víti
Björgvin ver!
23 Daniel Narcisse (Frakkland ) fiskar víti
23 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ) fékk 2 mínútur
22 13 : 9 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Frábær línusending Arons
22 12 : 9 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
Langt fyrir utan eftir aukakast
22 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ) gult spjald
21 12 : 8 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup, komust inní sendingu Frakka.
20 Nikola Karabatic (Frakkland ) fékk 2 mínútur
Braut á Guðjóni Val
20 11 : 8 - Nikola Karabatic (Frakkland ) skoraði mark
Stekkur upp og skorar
20 11 : 7 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Línusending Arnórs
19 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
Frá Guðjóni úr horninu eftir að Alexander galopnaði vörnina og gaf á hann.
18 10 : 7 - Samuel Honrubia (Frakkland ) skoraði mark
Náði frákastinu
18 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
langskot
17 Frakkland tekur leikhlé
Engin furða. Það hefur ekkert gengið hjá Frökkum. Ég man ekki eftir því að sóknarleikur Íslands hafi gengið jafnvel gegn þeim síðan í Magdeburg 2007!
17 10 : 6 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir að Aron komst inní sendingu.
16 Nikola Karabatic (Frakkland ) gult spjald
16 9 : 6 - Arnór Atlason (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup
16 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
Úr horninu
15 8 : 6 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Fer illa með vörn Frakka, skot fyrir utan
15 Frakkland tapar boltanum
Ruðningur á Fernandez sem fór í gegn og skoraði.
14 Ísland tapar boltanum
Ólafur í þröngu færi og reyndi að senda yfir í hitt hornið á Guðjón Val, en mistókst
14 7 : 6 - Daniel Narcisse (Frakkland ) skoraði mark
Fyrir utan.
13 7 : 5 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Flott gegnumbrot
13 6 : 5 - Daniel Narcisse (Frakkland ) skoraði mark
Negling fyrir utan
12 Ísland tapar boltanum
Ólafur kom boltanum ekki á Róbert á línunni
11 6 : 4 - Bertrand Gille (Frakkland ) skoraði mark
Af línunni
10 6 : 3 - Ólafur Stefánsson (Ísland ) skoraði mark
Snöggur að svara, skot fyrir utan
10 5 : 3 - Luc Abalo (Frakkland ) skoraði mark
9 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
frá Ingimundi úr hraðaupphlaupi eftir að Ólafur stal boltanum í vörninni
9 5 : 2 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Gott skot fyrir utan
9 Xavier Barachet (Frakkland ) skýtur framhjá
8 4 : 2 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Úr hægra horninu
7 3 : 2 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
6 3 : 1 - Ingimundur Ingimundarson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir að Frakkar misstu boltann
7 2 : 1 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Eftir línusendingu Ólafs
6 Didier Dinart (Frakkland ) gult spjald
Kominn á síðasta séns
6 Xavier Barachet (Frakkland ) skýtur framhjá
6 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
Frá Arnóri
4 1 : 1 - Jérome Fernandez (Frakkland ) skoraði mark
4 Aron Pálmarsson (Ísland ) varði skot
Hraðaupphlaup og dauðafæri Arons
3 Ísland tapar boltanum
3 Luc Abalo (Frakkland ) skýtur framhjá
Ætluðu að svara strax!
2 1 : 0 - Arnór Atlason (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir að Frakkar misstu boltann.
2 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
En Frakkar halda boltanum, fengu aukakast.
1 Thierry Omeyer (Frakkland ) varði skot
Frá Ólafi Stefánssyni.
1 Textalýsing
Didier Dinart, varnartröll Frakka, fær strax aðvörun.
1 Leikur hafinn
Guðjón, Aron, Arnór, Róbert, Ólafur og Alexander hefja leik ásamt Björgvini í markinu.
0 Textalýsing
Þá er þetta að byrja, allt að verða klárt í Koparkassanum, eða Copper Box, eins og höllin heitir. Ísland byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Samuel Honrubia og Daniel Narcisse eru markahæstu leikmenn Frakka á ÓL til þessa með 15 mörk hvor. Guillaume Joli hefur skorað 14 og Jérome Fernandez 13.
0 Textalýsing
Ísland og Frakkland mættust síðast í lokaleik Evrópukeppninnar í Serbíu í janúar og skildu þá jöfn, 29:29. Frakkar unnu Íslendinga 34:28 á HM í Svíþjóð í janúar 2011, og 36:28 í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar 2010. Á Ólympíuleikunum í Peking 2008 mættust liðin í úrslitaleik sem Frakkar unnu, 28:23. Síðasti sigur Íslands gegn Frakklandi var á HM 2007 í Magdeburg þegar Ísland vann magnaðan sigur, 32:24.
0 Textalýsing
Leikmenn franska liðsins spila nær allir með nokkrum af sterkustu liðum heims, Kiel, Atlético Madrid, Barcelona, Montpellier og Hamburg. Þeir Daniel Narcisse og Thierry Omeyer spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum Kiel.
0 Textalýsing
Franska liðið er geysilega leikreynt og er skipað nánast sömu mönnum og hafa unnið öll stóru móti á undanförnum árum, að undanskilinni síðustu Evrópukeppni. Sex leikmanna liðsins eru 34 -36 ára, markverðirnir Thierry Omeyer og Daouda Karaboue, og þeir Jeróme Fernandez, Didier Dinart og bræðurnir Guillaume Gille og Bertrand Gille. Þá eru Daniel Narcisse og Michael Guigou komnir yfir þrítugt.
0 Textalýsing
Frakkar hafa eins og Íslendingar unnið fyrstu þrjá leiki sína á Ólympíuleikunum í London. Frakkar burstuðu Breta, 44:15, unnu Argentínu auðveldlega, 32:20, en lentu í miklu basli með Túnis áður en þeir tryggðu sér sigurinn, 25:19.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Nenad Krstic og Peter Ljubic frá Slóveníu

Gangur leiksins: 6:3, 8:6, 11:8, 14:10, 16:15, 19:18, 21:22, 23:25, 26:26, 27:28, 30:29.

Lýsandi:

Völlur: Copper Box í London

Ísland : (M). .

Frakkland : (M). .

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert