Morgunleikur gegn Ungverjum

Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson þakka fyrir leikinn gegn Bretum …
Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson þakka fyrir leikinn gegn Bretum í dag. mbl.is/Golli

Ísland mætir Ungverjalandi í fyrsta leik átta liða úrslitanna í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í London á miðvikudaginn.

Viðureign þjóðanna hefst klukkan 10.00 að íslenskum tíma, eða klukkan 11.00 að staðartíma í London. IHF gaf út leikjaröðina rétt í þessu en áður lá fyrir að leiktímarnir væru fjórir, kl. 10.00, 13.30, 17.00 og 20.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka