Danir hrósa happi yfir því að geta mætt sigurvegaranum úr leik Íslands og Ungverjalands í undanúrslitum handknattleiks karla á ÓL, í stað þess að mæta Frakklandi, Spáni eða Króatíu. Það hafi reynst vel að enda í 2. sæti B-riðils.
Tala þeir um heppni þjálfarans Ulriks Wilbeks.
„Ég er í skýjunum. Við vildum mæta þessum liðum. Það var gott að fá smávegis Wilbek-heppni,“ sagði Niklas Landin, markvörður Dana, sem þurfa þó fyrst að vinna Svía í dag. sindris@mbl.is