Frakkar aftur í úrslitaleikinn

Thierry Omeyer var í lykilhlutverki í sigri Frakka í kvöld.
Thierry Omeyer var í lykilhlutverki í sigri Frakka í kvöld. AFP

Frakkar eru komnir í úrslitaleik handknattleiks karla á Ólympíuleikunum í London eftir nokkuð öruggan sigur á Króatíu í kvöld, 25:22. Frakkar mæta því Svíþjóð í úrslitaleiknum.

Frakkar komust í 5:1 í leiknum og Króatar náðu aldrei að jafna metin eftir það. Staðan í hálfleik var 12:10, Frakkar náðu fljótlega fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og þeir voru aldrei líklegir til að tapa eftir það.

Thierry Omeyer var lykillinn að sigri Frakka en hann varði ein 20 skot í leiknum.

Frakkar eru ríkjandi ólympíumeistarar eftir að hafa unnið Ísland í úrslitaleik fyrir fjórum árum. Ísland vann Frakkland í riðlakeppninni en féll svo úr leik gegn Ungverjum í átta liða úrslitum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert