Bolt með sjötta gullið og heimsmet í boðhlaupinu

Usain Bolt kemur fyrstur í mark í boðhlaupinu, á undan …
Usain Bolt kemur fyrstur í mark í boðhlaupinu, á undan Ryan Bailey frá Bandaríkjunum. AFP

Sveit Jamaíku sett í kvöld nýtt heimsmet í 4x100 metra boðhlaupi karla á Ólympíuleikunum í London og Usain Bolt náði þar með í sín sjöttu gullverðlaun í sex hlaupum á tveimur síðustu leikum.

Það voru Yohan Blake og Usain Bolt sem tryggðu sigurinn á tveimur síðustu sprettunum. Bandaríkjamenn voru með forystuna framan af en Blake vann hana upp á þriðja spretti og rétti síðan Bolt keflið og hann brunaði fyrstur í mark með Ryan Bailey á hælunum. Sigurtíminn er 36,84 sekúndur.

Bandaríkjamenn jöfnuðu gamla heimsmet Jamaíkumanna og fengu silfrið á 37,04 sekúndum. Trínidad og Tóbagó fékk bronsið á 38,12 sekúndum, eftir að sveit Kanada, sem kom þriðja í mark, var dæmd úr leik.

Frakkland var í fjórða sæti og síðan komu Japan, Holland og Ástralía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert