Þórir ólympíumeistari með norska liðinu

Þórir þjálfaði norska liðið til sigurs á Ólympíuleikunum. Hann sést …
Þórir þjálfaði norska liðið til sigurs á Ólympíuleikunum. Hann sést hér fagna sigrinum fyrr í kvöld. mbl.is/Golli

Þórir Hergeirsson stýrði í kvöld kvennalandsliði  Noregs til sigurs á enn einu stórmótinu þegar það sigraði Svartfjallaland, 26:23, í úrslitaleik handknattleikskeppninnar á Ólympíuleikunum í London.

Norska liðinu gekk illa framan af leikunum og endaði aðeins í fjórða sæti í sínum riðli en vann síðan Brasilíu í átta liða úrslitum og Suður-Kóreu í undanúrslitum.

Noregur var yfir í hálfleik í kvöld, 16:13, en Svartfellingar jöfnuðu í 20:20. Þá komst norska liðið í 22:20 og lét forystuna ekki af hendi eftir það. Svartfellingar minnkuðu muninn í 24:23 þegar hálf önnur mínúta var eftir en Linn Jorum Sulland svaraði í næstu sókn fyrir Noreg og Goril Snorroeggen innsiglaði sigurinn á lokasekúndunni.

Sulland skoraði 10 mörk fyrir Noreg og Ida Alstad 5 en Katarina Bulatovic skoraði 10 mörk fyrir Svartfjallaland og Bojana Popovic 5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert