Jón Margeir Sverrisson fagnaði í kvöld gullverðlaunum í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra og glæsilegu heimsmeti í þokkabót. Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan sundhöllina í London þegar Jón hitti fjölskyldu sína sem staðið hefur þétt við bakið á þessum frábæra sundmanni.
Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari fylgdi Jóni hvert fótmál og tók fjölmargar myndir eins og sjá má í meðfylgjandi myndasyrpu.