Kvatt á viðeigandi hátt

Helgi Sveinsson mundar spjótið á Ólympíuleikvanginum í London. Hann var …
Helgi Sveinsson mundar spjótið á Ólympíuleikvanginum í London. Hann var ekki langt frá verðlaunasæti. mbl.is/Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir

Eftir að hafa þurft að bíða í viku með að bæta upp fyrir vonbrigðin í langstökkinu sýndi Helgi Sveinsson úr hverju hann er gerður í gær þegar hann bætti Íslandsmet sitt í spjótkasti um rúman metra á Ólympíuleikvanginum í London, á lokakeppnisdegi íslenska hópsins á Ólympíumóti fatlaðra.

Helgi, sem keppir fyrir Ármann í flokki T42, kastaði lengst 47,61 metra strax í 2. umferð og kom sér í silfurverðlaunasæti. Það áttu hins vegar fleiri eftir að bæta sig.

Þannig fór á endanum að átta af ellefu keppendum bættu sinn persónulega árangur í sólinni í London, og heimsmetið sjálft sem staðið hafði í tólf ár féll í síðustu umferð þegar Kínverjinn Fu Yanlong kastaði óvænt 52,79 metra. Íraninn Kamran Shokrisalari, sá eini af keppendunum sem hafði kastað yfir 50 metra, varð í 2. sæti með 52,06 metra kast.

Norðmaðurinn Runar Steinstad, sem „stal“ gullinu af Helga í lokaumferðinni á EM fyrr í sumar, varð í 3. sæti eftir að hafa þríbætt norska metið og kastað 48,90 metra. Helgi hefði því þurft að kasta 1,30 metra lengra til að komast í verðlaunasæti en getur ekki verið annað en glaður með árangurinn á sínu fyrsta Ólympíumóti.

Sjá nánar um ólympíumót fatlaðra í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert