Bandaríkjamenn voru að vinna þrefaldan sigur í brekkufimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí en í dag er sjötti keppnisdagur á leikunum.
Joss Christensen varð ólympíumeistari, Gus Kenworthy vann silfurverðlaunin og bronsverðlaunin féllu Nicholas Goepper. Næstur á eftir Bandaríkjamönnunum þremur kom svo Norðmaðurinn Andreas Haatveit.
Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari íþrótt á Vetrarólympíuleikunum og óhætt er að segja að keppendur hafi sýnt glæsileg tilþrif þar sem þeir gerðu hinar ýmsu kúnstir á skíðunum.