Fimm Íslendingar taka þátt á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, sem fram fer í Ríó í Brasilíu 7.-18. september.
Hópinn skipa þrír sundmenn, frjálsíþróttamaður og í fyrsta sinn í íslenskri íþróttasögu mun bogfimikeppandi verða fulltrúi Íslands á leikunum.
Keppendur Íslands eru eftirtaldir:
Jón Margeir Sverrisson – sund - Fjölni
Sonja Sigurðardóttir – sund – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR
Helgi Sveinsson – frjálsar – Ármanni
Þorsteinn Halldórsson – bogfimi – Boganum
Ánægjulegt er að greina frá því að Íslandi tekst að fjölga um einn keppanda á Ólympíuleikum fatlaðra frá London 2012 en þá átti Ísland fjóra fulltrúa, tvo í sundi og tvo í frjálsum. Jón Margeir vann þar til gullverðlauna.