Met Johnsons í 400 slegið

Wayde van Niekerk kemur fyrstur í mark og bætir heimsmetið.
Wayde van Niekerk kemur fyrstur í mark og bætir heimsmetið. AFP

Stórglæsilegt heimsmet Bandaríkjamannsins Michaels Johnsons, í 400 metra hlaupi, var slegið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Metið hafði staðið frá því fyrir aldamót, eða frá árinu 1999. 

Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku sigraði í greininni á tímanum 43,03 sekúndum. Er hann þá handhafi heims- og ólympíumeta auk þess að vera bæði heims- og ólympíumeistari í greininni en Niekerk sigraði í greininni á HM í fyrra. 

Met Johnsons var 43,18 sekúndur og var sett á heimsmeistaramótinu í Sevilla á Spáni árið 1999. 

Van Niekerk er 24 ára gamall og hafði best hlaupið á 43,48 sekúndum þar til í nótt. Árangur hans kom nokkkuð á óvart ekki síst vegna þess að Niekerk hljóp á 8. braut í úrslitahlaupinu. Þykir það ekki mjög heppilegt, meðal annars vegna þess að þá sér hlauparinn illa hvernig keppinautunum vegnar. 

Hann hefur einnig hlaupið 200 metra hlaup undir 20 sekúndum og 100 metra hlaup undir 10 sekúndum. Hann keppir einnig í 200 metra hlaupi í Ríó. 

Wayde van Niekerk vann öruggan sigur með nýja heimsmetinu.
Wayde van Niekerk vann öruggan sigur með nýja heimsmetinu. AFP
Wayde van Niekerk kraup við endamarkið eftir að hafa tekið …
Wayde van Niekerk kraup við endamarkið eftir að hafa tekið við hamingjuóskum frá keppinautum sínum, og dvaldi þar um stund. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert