Ítalinn vann afar óvænt

Lamont Marcel Jacobs fagnar frábærum sigri sínum.
Lamont Marcel Jacobs fagnar frábærum sigri sínum. AFP

Ítalski spretthlauparinn Lamont Marcel Jacobs er ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla eftir að hafa sett Evópumet með því að hlaupa á 9,80 sekúndum í úrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Fyrir úrslitin þóttu Bandaríkjamaðurinn Ronnie Baker og Kanadabúinn Andre de Grasse sigurstranglegastir en Ítalinn lét það ekki aftra sér frá glæsilegu hlaupi sínu.

Bandaríkjamaðurinn Fred Kerle vann til silfurverðlauna með því að hlaupa á 9,84 sekúndum og de Grasse tók bronsverðlaunin er hann hljóp á 9,89 sekúndum.

Áðurnefndur Baker náði aðeins fimmta sætinu þegar hann hljóp á 9,95 sekúndum.

Jacobs mátti þakka Bretanum Zharnel Hughes fyrir að hafa þjófstartað í fyrstu tilraun, þar sem Ítalinn var síðastur af stað þá.

Í annarri tilraun þjófstartaði enginn og Jacobs brunaði fyrstur í mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert