Lygileg bæting Norðmannsins á eigin heimsmeti

Karsten Warholm trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá …
Karsten Warholm trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá á hvaða tíma hann hljóp í nótt. AFP

Norski spretthlauparinn Karsten Warholm setti nýtt heimsmet í 400 metra grindahlaupi karla þegar hann stórbætti eigið heimsmet í úrslitum greinarinnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

Warholm kom fyrstur í mark á 45,94 sekúndum en fyrra heimsmet hans var 46,70 sekúndur. Norðmaðurinn sprettharði er þar með fyrstur í sögunni til þess að hlaupa á undir 46 sekúndum í greininni.

Warholm er auk þess handhafi heims- og ólympíumetanna í greininni.

Bandaríkjamaðurinn Benjamin Rai tók silfrið og bætti raunar fyrra heimsmet Warholm með því að hlaupa á 46,17 sekúndum.

Í þriðja sæti var Brasilíumaðurinn Alison dos Santos, sem hljóp á 46,72 sekúndum og nældi sér í bronsverðlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert