Ítalía vann ótrúlegan sigur í boðhlaupi karla

Filippo Tortu kemur naumlega fyrstur í mark.
Filippo Tortu kemur naumlega fyrstur í mark. AFP

Boðhlaupssveit Ítalíu vann í dag magnaðan og nokkuð óvæntan sigur í úrslitum 4x100 metra hlaups karla í dag á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag og skákaði þar sveitinni frá Stóra-Bretlandi með allra minnsta mun.

Sveit Ítalíu kom í mark á 37,50 sekúndum og sveit Stóra-Bretlands á 37,51 og minni gat munurinn því ekki verið.

Stóra-Bretland þurfti því að sætta sig við silfurverðlaun eftir að útlit var fyrir að sveitin væri að tryggja sér gullverðlaunin.

Stórkostlegur endasprettur Filippo Tortu, sem var fjórði og síðasti keppandi Ítala, varð hins vegar til þess að Ítalía nældi sér í ólympíugull.

Í þriðja sæti kom sveit Kanada á 37,70 sekúndum og bronsverðlaunin þar með þeirra.

Fyrir keppni höfðu sveitir Jamaíku, sem náði aðeins fimmta sætinu, Ítalíu og Kanada verið taldar sigurstranglegastar, auk þess sem bandaríska sveitin þótti ein sú sigurstranglegasta fyrir leikana en henni tókst hins vegar ekki að komast í úrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert