Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ er ekki í íslenska bátnum sem siglir niður Signu á setningarathöfn Ólympíuleikanna í París.
Hefð er fyrir að fylgdarlið fylgi íslensku keppendunum en Vésteinn er ekki með að þessu sinni. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag eru Ísland og Ísrael saman í bát á athöfninni, en Ítalía og Jamaíka voru einnig um borð í honum.
Setningarathöfnin fer fra með nýju sniði í ár en siglt er með íþróttafólk og fylgdarliðið niður Signu í stað þess að þau ganga inn á íþróttaleikvang.
Hákon Þór Svavarsson skotmaður og þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru fánaberar Íslands í ár.