Tvö heimsmet slegin í dag

Aleksandra Miroslaw fagnar glæsilegu heimsmeti í dag.
Aleksandra Miroslaw fagnar glæsilegu heimsmeti í dag. AFP/Fabrice Coffrini

Hin pólska Aleksandra Miroslaw sló eigið heimsmet í undanrásum hraðklifurs kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag.

Miroslaw gerði sér lítið fyrir og hún klifraði á einungis 6,06 sekúndum.

Bætti hún þar með eigið heimsmet, sem hún setti í Róm í september árið 2023, um 18 hundraðshluta úr sekúndu en það var 6,24 sekúndur.

Í annarri tilraun sinni í undanrásum í dag klifraði Miroslaw einnig á betri tíma, 6,21 sekúndu.

Heimsmetið margslegið

Kvennasveit Bretlands í hjólreiðum innanhúss tryggði sér ólympíugull með því að slá heimsmetið í greininni þrívegis í dag.

Á lokahringnum var metið slegið í þriðja sinn af bresku sveitinni þegar hún lauk keppni á 45,186 sekúndum.

Breska sveitin var skipuð þeim Katy Marchant, Sophie Capewell og Emmu Finucane.

Þýska sveitin sló heimsmetið inn á milli og sú nýsjálenska gerði slíkt hið sama og var metið því slegið alls fimm sinnum í dag.

Nýja-Sjáland hafnaði í öðru sæti og Þýskaland í því þriðja.

Breska sveitin fagnar glæsilegum árangri.
Breska sveitin fagnar glæsilegum árangri. AFP/John MacDougall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert