„Ég er kona og ég keppi sem kona“

Imane Khelif með gullverðlaunin.
Imane Khelif með gullverðlaunin. AFP/Mohd Easfan

Imane Khelif, 25 ára hne­fa­leika­kona frá Als­ír, vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir bardaga gegn Yang Liu frá Kína í gær.

„Ég er hæf til þess að taka þátt í þessari keppni. Ég er kona, ég fæddist kona, ég lifi sem kona og ég keppi sem kona, það er enginn vafi um það,“ sagði Khelif hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hún féll á kynjahæfnisprófi í fyrra en stóðst prófið fyrir leikana.

Prófið sem framkvæmt var fyrir HM í fyrra var á vegum IBA sem Aþjóðaólympíunefndin leyfði ekki að koma að skipulagningu hnefaleika á leikunum vegna mála á borð við spillingu og stjórnarhætti samkvæmt Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert