Imane Khelif, ólympíumeistari í 66 kg flokki kvenna í hnefaleikum, hefur lagt fram kæru vegna netníðs í sinn garð. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling og Elon Musk, eigandi X og Teslu, eru á meðal nafna sem koma fyrir í kærunni.
Khelif féll á kynjahæfnisprófi á síðasta ári en stóðst það fyrir leikana og vakti mikla athygli af þeim sökum.
Fjöldi fólks hóf að tala um hana á samfélagsmiðlum sem karlmann sem væri að keppa við konur og þeirra á meðal voru Rowling og Musk.
Nabil Boudi, lögmaður Khelif, greindi frá því í samtali við Variety að þau væru bæði á meðal þeirra sem nefnd voru í kærunni sem var lögð fyrir sérstaka deild saksóknaraembættisins í París, sem berst gegn netníði, á föstudag.